Skip to content

Mismunandi frumkvöðlar

“Ég tel mig nú ekki vera einhvern sérstakan „frumkvöðul“

— Frumkvöðull á Austurlandi

Hugtakið nýsköpun nær til mjög breiðs sviðs mannlegrar iðju. Af því leiðir, að þeir sem stunda nýsköpun gera það á ólíkum forsendum. Oft á tíðum er það sem aðgreinir ólika hópa frumkvöðla einmitt mismunandi skilningur á hugtökunum verðmæti, nýstárleiki og óvissa. Ef við skiljum ekki ólík takmörk, aðstæður, verðmæta- og gildismat frumkvöðla, er hætt á því að stuðningur okkur til margra geti haft takmarkað gildi, og jafnvel verið afvegaleiðandi og ruglandi í sumum tilfellum.

Þegar reynt hefur verið að lýsa ólíkum tegundum frumkvöðlastarfsemi, ber þessi hugtök oft á góma:

  • Vaxtafrumkvöðlar
  • Nauðsynjafrumkvöðlar
  • Lífsstílsfrumkvöðlar
  • Opinber nýsköpun
  • Nýsköpun innan stórra fyrirtækja
  • Leiðangursmiðuð nýsköpun
  • Sprotafyrirtæki
  • Samfélagsfrumkvöðlar

Ólíkar forsendur frumkvöðla

Stundum er t.d. rætt um lífsstílsfrumkvöðla, sem stofna fyrirtæki til þess að geta unnið við áhugamálið sitt og lifað ákveðnum lífsstíl, verið “eigin herra”. Aðrir frumkvöðlar sem við gætum nefnt eru vaxtarfrumkvöðlar, eru með stórtæk plön um efnahagslegan vöxt og hyggja jafnvel á útrás um allan heim. Þá eru samfélagslegir frumkvöðlar, hvers markmið er fyrst og fremst að stuðla að einhverskonar jákvæðum samfélagslegum áhrifum í sinni heimabyggð eða víðar. Loks verða sumir frumkvöðlar, einfaldlega af því þeir áttu engan annan kost til að eiga í sig og á, þá gætum við nefnt nauðsynja-frumkvöðlar.

Að sjálfsögðu getur verið bæði skörun og þróun í ólíkum takmörkum frumkvöðla. Flokkun sem þessi er ætlað að gera okkur meðvituð um mikilvægi ólíkrar nálguna, frekar en að draga fólk í dilka. Að reyna að troða verkefninu “viðskiptaáætlun” upp á frumkvöðul sem er á fyrstu stigum í róttækar nýsköpunar þar sem óvissa er enn mjög mikil gæti verið afvegaleiðandi fyrir viðkomandi og hvatt frumkvöðullinn til að einblína of mikið á þegar þekktar stærðir. Að sama skapi er oft mjög erfitt að áætla verðmætasköpun samfélagslegrar nýsköpunar í krónum og aurum, og því endar tilraun til slíks oft sem æfing í fáránleika og kjaftæði. Einstaklingur sem hrökklast hefur í eigin rekstur eftir að hafa misst vinnuna, en væri allt eins til í að komast úr “harkinu” hefur að sama skapi mögulega lítið að gera við að fjárfesta í löngu og flóknu þróunarferli sem eru þó nausynleg í róttækri nýsköpun.

Forsendur eftir landssvæðum

Eru forsendur frumkvöðla ólíkar eftir landsvæðum? Í bandarísku samhengi hefur verið rætt um að lífsstíls- og nauðsynjar frumkvöðlar séu einkennandi fyrir dreifðar byggðir, en að þar skorti vaxtar frumkvöðla[1]. Eru frumkvöðlar úti á landi fremur að einblína á að skapa störf fyrir sjálfa sig og að leysa samfélagsleg vandamál eigin heimabyggðar, frekar en að búa til næstu vaxtasprota? Ef svo er, er það verra? Hvert sem svarið er við þessari spurningu er ljóst að ólíkar úrræði henta ólíkum frumkvöðlum misvel.

Þá hljóta aðstæður samfélaga að vera ólíkar, og því kalla eftir mismunandi nálgunum. Fólsfjöldi, efnahagslegar aðstæður, atvinnuhættir og álík menning, þekking og menntun - jafnvel stemning, kalla eftir mismunand nálgunum.

Í næsta kafla verður því velt upp hvernig mismunandi stuðningsform hafi misjöfn áhrif á frumkvöðla eftir því á hvaða forsendum þeir starfi. Þar á meðal, mögulega, hvar á landinu þeir starfi.


  1. "In rural areas, necessity and lifestyle entrepreneurs tend to predominate" Building Rural Community Resilience Through Innovation and Entrepreneurship (Community Development Research and Practice Series) (p. 32). Taylor and Francis. Kindle Edition. ↩︎