Skip to content

Störf og staðsetningar

Um aldir hafa vörur, hugmyndir og fjármagn flætt sífellt hraðar milli heimshorna í takt við framfarir á samskiptum og samgöngum. Á undanförnum árum hefur svo notkun á tækninni komist á það stig að raunhæft var orðið að starfsmenn sama vinnustaðar geta unnið saman heimshorna á milli.

Með samgöngutakmörkunum Covid faraldursins varð það jafnvel regla frekar en undantekning um stund í skrifstofuvinnu að starfsmenn ynnu ekki á sama stað. Hvort starfsmaður væri staddur á Raufarhöfn eða Rotterdam gilti einu.

Þessi nýji raunveruleiki leysir upp ýmsar fyrri skilgreiningar. Hvernig getum við „skapað störf“ á ákveðnu svæði, þegar störfin er hægt að færa hvert sem er? Hvernig teljum við og metum umfang og áhrif fyrirtækja, þegar póstnúmerið getur verið á einum stað, en starfsemin út um allt?

Vissulega á þetta fyrst og fremst við ákveðinn hluta starfa, þeirra sem unnin eru í gegnum tölvu. Ýmis önnur störf, s.s. umönnun og iðnaður krefjast þess enn að starfsmaður sé á tilteknum stað. En þróunin hefur verið í eina átt hvað þetta varðar, þ.e. að með aukinni sjálfvirknivæðingu og samskiptatækni fjölgar þeims störfum sem unnin erum gegnum tölvu á kostnað hinna.

Sálfræðingar bjóða upp á meðferð gegnum netið, kennarar miðla til nemenda gegnum fjarnám, eldislax er fóðraður með fjarstýringu og jafnvel er farið að bjóða upp á fjarlækningar. Íslensk stjórnvöld hafa til að mynda sett sér það markmið að 10% af öllum störfum ráðuneyta og stofnana þeirra verði auglýst án sérstakrar staðsetningar árið 2024.

Hverju breytir þetta fyrir nýsköpun, og atvinnulíf almennt fyrir dreifðar byggðir?

Möguleikar

Ýmis rekstrur, ekki síst hugvitsdrifinn, útheimtir mjög fjölbreytta hæfni frá starfsfólki. Stór tölvuleikjaframleiðandi líkt og CCP þarf til að mynda á að halda hundruð mismunandi hlutverka við ýmsar tegundir forritunar, myndvinnslu, frásagnarlist, tónlist, hljóði o.s.frv. Ljóst er að slíkt fyrirtæki gæti aldrei starfað í til að mynda 5.000 manna bæ ef mannskap í öll hlutverkin þyrfti að finna í heimabyggð.

Þó er ekkert því til fyrirstöðu að einn eða fleiri af starfsmönnum fyrirtækis líkt og CCP búi og vinni frá smáum stað – og slíkt þekkist. Þetta opnar á algjörlega nýja möguleika til þess að auka fjölbreytni atvinnulífs á smáum og afskekktari stöðum, og möguleika t.d. ungs fólks að snúa aftur úr sérhæfðu námi.

Vestfirskt atvinnulíf?

Frá Blábankanum

Á myndinni sjást glæpasagnahöfundur og forritari að störfum í Blábankanum á Þingeyri, með fiskeldisbáta í baksýn. Myndin er táknræn fyrir þann fjölbreytileika sem störf á staðsetningar bjóða upp.

Kostir fjölbreytninnar eru margir. Smáir staðir hafa hingað til verið því marki brenndir að vera háðir einum atvinnuvegi, og jafnvel einu einstaka fyrirtæki. Þetta gerir þá mjög viðkvæma, þannig að ef efnahagslegt fjöregg staðarins brottnar þá geta undirstöður hrunuð yfir nótt. Að hafa hluta af íbúunum starfandi hjá fyrirtækjum og stofnunu víðsvegar annarstaðar í heiminum gæti verið mótefni gegn því.

Það líkan sem sem vinnum eftur við atvinnurþóun er þó enn oft á tíðum einhverskonar „sjoppa“ sem sett er upp með efnislegum hætti á staðnum. Að fyrirtæki hefði starfsemi formlega, helst með einhverskonar efnislegum fjárfestingum á staðnum, skráða kennitölu í því póstnúmeri, og þangað drífi að fólk í kjölfarið.

Ógnanir

Aðskilnaður starfa og staðsetningar getur að sama skapi falið í sér ógnanir fyrir dreifðar byggðir. Oft byggir byggð beinlínis á ákveðinni nálægð við til dæmis náttúruauðlindir og þó ákveðin störf haldist alltaf við þær, þá gerir fjarvinna mögulegt að stór hluti af stuðningsstörfunum sé staðsettur annarstaðar. Þá gerir samskiptastæknin og aukin rafvæðing ýmissa þjónustu það minna nauðsynlegt að halda úti útibúi á. Bankar, tryggingarfélög og ýmis opinber þjónusta hefur fært sig yfir á netið og lokar þeim útibúuum fyrst sem fæsta notendur hafa.

Aðskilnaður starfa og staðsetningar breytir því á vissan hátt leikreglum samkeppninnar um fólkið, en tryggir á engan hátt hagkvæma niðurstöðu fyrir dreifðar byggðir.

„... byggt á auðlindum svæðisins“

Algengt er að talað sé um að nýsköpun og atvinnurþróun þurfi að byggja á auðlindum eða hæfni svæðisins. Þetta er að mörgu leyti almenn skynsemi. Hvert svæði getur ekki verið gott í öllu, ákveðin sérhæfing í innviðum og þekkingu sé nauðsynleg. Að byggja á náttúruauðlindum sem séu á svæðinu en ekki annarstaðar sé einnig ákveðin trygging fyrir því að starfsemin færi sig ekki bara hvert sem er. Til að mynda sjaldan verið haldinn fyrirlestur um atvinnulíf á Vestfjörðum öðruvísi en að orðin „nálægð við fiskimið“ hafi verið nefnd.

Þó þessi nálgun eigi rétt á sér þarf að gæta mjög að því að hún leiði ekki til þröngsýni. Ný tækifæri eiga í eðli sínu til að koma úr óvæntum áttum, og það sem hefðbundnar atvinnugreinar þurfa oft á tíðum mest á að halda er innlegg úr nýjum áttum, frekar en meira af svipuðu.

Að sama skapi þarf að spyrja spurninga um náttúruauðlindir. Sögulega séð hafa störf og virðisauki sem tengist því að sækja auðlindir úr náttúruna verið að víkja fyrir störfum sem byggja fremur á hugviti á hinum enda virðiskeðjunnar. Að sama skapi eru mörg dæmi sem sýna að nálægð við auðlindirnar sjálfar eru ekki trygging þess að samfélög njóti þeirra verðmæta sem af þeim skapast, sérstaklega með aukinni samskipta og samgöngutækni.

Þegar samfélög hafa komið sér upp sterkri sjálfmynd þarf að skoða gagnrýnið hvenær hún er valdeflandi fyrir þau og hvenær hún geti verkað sem einhverskonar hugarfarslegir fjötrar.