Skip to content

Klúðurkvöld og alþjóðadagur mistaka

Um þessa uppskrift

Uppskriftin um klúðurkvöld vel þekkt landsvísu og alþjóðlega, og hægt að prófa án mikillar fyrirhafnar.

Klúðurkvöld eru viðburðir þar sem fólk stígur á stokk og deilir sögur af mistökum sem þau hafa gert. Markmiðið er að hvetja til einlægni og umburðarlindis gagnvart mistökum, sem hvetur fólk til þess að þora að reyna eitthvað nýtt.

Eins og rætt hefur verið um felst alltaf óvissa í nýsköpun. Nýsköpun er ætíð tilraun, og sá möguleiki er alltaf fyrir hendi að takast ekki ætlunarverkið. Þar af leiðir, að enginn myndi takast á hendur nýsköpun ef óttinn við að gera mistök er of mikill.

Þegar einhver er beðinn að halda erindi um verkefni sitt eða viðtöl eru veitt í fjölmiðlum, er gjarnan verið að segja frá því sem heppnaðist vel. Í baksýnisspeglinum virðist því oft eins og framför verði sem einhverskonar samfelld sigurganga. Það er mun sjaldnar sem einhver er sérstaklega fenginn til að segja frá því sem heppnaðist engan veginn, eða leggja sérstaka áherslu á það sem ekki tókst vel. Af þessum sökum fáum við oft skakka mynd af því hversu mörg mistök eru oft fylgifiskur sérhverju réttu skrefi fram á við.

Í sumum samtökum, hópum og kreðsum virðast mistök vera umborin frekar en annars staðar. Andrúmsloft þar sem mistök eru dýrkeypt verður til þess að færri þora að prófa eitthvað nýtt, og ef mistök verða er ólíklegra að aðrir fá að vita af þeim. Þar með verður jafnframt ólíklegra að samfélagið læri af þeim mistökum sem gerð voru, sem getur jafnframt hamlað framþróun.

Er erfiðara að gera mistök á smáum stöðum?

Mögulegt er að umburðarlyndi gagnvart mistökum sé jafnvel menningarbundið og gæti jafnvel verið ólíkt milli samfélaga og byggða. Því hefur verið haldið fram að í smærri samfélögum geti verið erfiðara að gera mistök, þar sem allir þekkja og alla og tengsl einstaklinga eru meiri geta mistök eins haft beinni samfélagslegar afleiðingar[1].

Að auka umburðarlyndi gagnvart mistökum

Hvort hægt sé að auka umburðarlyndi gagnvart mistökum og hvetja þannig til meiri nýsköpunar er því lykil spurning. Þetta snertir sjálfsagt margslungin og djúpstæðan félagssálfræðilegan veruleika. Hins vegar hafa tvær nokkuð einfaldar aðferðir verið þróaðar, sem mögulega getað haft jákvæð áhrif, eða í það minnsta vakið athygli á málefninu.

Annarsvegar eru það hin svokölluðu Fuckup nights, sem útleggja mætti sem “klúðurkvöld” og hafa verið haldin víðsvegar um heim til fjölda ára. Á þessum kvöldum stíga yfirleitt 3-4 frummælendur á svið og segja frá einhverju sem misheppnaðist hjá þeim, frá “fyrirtækjum sem fóru á hausinn, samstarfssamningar sem fara um þúfur til varnings sem þurfti að afturkalla“, eins og segir á síðunni þeirra.

Annað frumkvæði í svipuðum anda er “Alþjóðlegur dagur mistaka” sem haldinn er hátíðlegur 13. október ár hvert. Uppruni dagsins er hjá nemendum í Aalto háskóla árið 2013 og hefur svipað markmið og Klúðurkvöldin, þ.e. að auka umburðarlyndi og meðvitund um mistök.

Að skipuleggja klúðurkvöld

Klúðurkvöld á Akranesi

Hamóna Frá Klúðurkvöldi sem haldið var á alþjóðadegi mistaka, 13. október 2022 á Breiðinni, Akranesi í samvinnu við verkefnið Að rækta vistkerfi nýsköpunar í dreifðum byggðum.

Að skipuleggja kúðurkvöld getur falist í að finna 3-4 frummælendur sem eru tilbúnir til að deila sögu af mistökum með ókunnugum. Mögulega væri hægt að segja, að því erfiðara sem það er að finna slíka aðila, þeim mun mikilvægara sé að gera það. Flestir hafa einhverja sögu af klúðri, jafnvel á léttu nótunum.

Erfiðara gæti verið að finna einhvern til að deila sögu af frumkvöðlaverkefni þar sem allt var lagt í sölurnar en dæmið gekk ekki upp, eða þar sem mistök voru gerð sem höfðu djúpstæðar afleiðingar. Að deila slíkri sögu útheimtir dirfsku til að berskjalda sig frammi fyrir öðrum. Slíkt getur þó verið mjög valdeflandi, og hvatt til einlægari samskipta.

Klúðurkvöld geta verið ein kvöldstund í eitt skipti, eða eitthvað reglulegra. Tilvalið væri að nota dagsetningu mistaka dagsins, 13. október sem átyllu til að koma saman.


  1. "Empirical evidence suggests that entrepreneurs find it more difficult to take risks in rural communities" - Building Rural Community Resilience Through Innovation and Entrepreneurship (Community Development Research and Practice Series) (p. 38). Taylor and Francis. Kindle Edition. ↩︎